Opið bréf til Ólínu Þorvarðardóttur.

Komdu sæl,Ólína mín,mikið er gott að fá þig aftur í pólitík,ég sé á blogginu þínu að þú ert á Hólmavík,að sjálfssögðu ferð þú á þing. Varðandi kvótann,þá ætti að breyta honum í byggðakvóta,sem leigður er út til útgerðamanna í hverju byggðarlagi,ef eitt byggðarlag getur ekki nýtt hann eittárið færist sá hlutur sem laus er yfir á næsta byggðarlag,þegar að næsta kvótaár kemur fær það byggðarlag sem kvótinn færðist frá til baka.Varðandi íslensku bændur,þá þurfum við að stórbæta okkur þar,og hjálpa bændum að reisa sinn búskap við,þessi kreppa hefur sýnt okkur hvað það er gott að eiga okkar eigið kjöt og mjólk og þurfa ekki að stóla á aðra til að fæða okkur,eflum íslensk. Ólína mín,ég var á Hólmavík á miðvikudaginn þá var mikill snjór þarna,er það ennþá svo.??? ég kem alltaf á miðvikudögum til Hólmavíkur með olíu og bensín og mér finnst þetta vera mjög fallegt svæði,enda eigum við mjög fallegt land,Því miður get ég ekki kosið þig,þar sem ég bý ekki fyrir vestan,ég er gamall krati og hef alltaf verið krati,en ég veit ekki með Samfylkinguna hef aldrei litið á hana sem krataflokk,þótt góðir og gamlir kratar séu þarna um borð,já ég veit ekki hvað ég kýs í ár.Hér er smá saga,sem minnir mig á flakkarann hann Kristinn G.  HA HA HA HA gangi þér allt í haginn fyrir vestan Ólína mín,heyri í þér næst á Alþingi.

Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu,þegar hann sér unga konu við bilaðan bíl sem veifar til hans,maðurinn tekur konuna gegnvota upp í,og spyr hvert hún sé að fara,hún segist vera á leið í næsta bæ,maðurinn býður henni því heim,þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið,eru skilaboð frá konunni hans að hún hafi farið út að hitta vinkonur sínar.

Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp í svefnherbergi,og sér þar manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu.Konan hleypur niður og maðurinn á eftir,og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar kallar hann,"ég get útskýrt"konan stoppar og segir"ég myndi elska að heyra þig útskýra þetta".

Sko,ég var að keyra heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína,svo komum við hingað og hún spurði mig hvort konan mín ætti einhver gömul föt til að lána henni"!,"ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu hætt að nota,og blússu sem þú værir löngu,löngu hætt að nota,einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan hætt að nota,og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota".

Svo sagði maðurinn daufum orðum," svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að nota".??? HA HA HA HA heheheheheheeh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason \ Fyrrverandi Fóðurbílstjóri.Konungur Þjóðvegana í dag.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 60886

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband