12.10.2009 | 19:08
Auðvita á hann,ekki að fá þetta bætt-----á 170 til 210 km. hraða,BILUN.!!!!!!!!!!!!!!!
Ég hef nú ekki mikið álit á tryggingarfélögum eftir þá reynslu sem mín,vinkona lenti í varðandi eitt tryggingarfélag.. Tryggingarfélögin heimta mikla peninga fyrir sínar tryggingar,en svo þegar á reynir og þú lendir í sitthverju og heldur að þú fáir þetta bætt,þá finna þessi óþvera tryggingarfélög alltaf eitthvað til að sleppa við að bæta það sem þú taldir þig vera tryggur fyrir,svo auglýsa þeir sig,sem fjölskylduvænt tryggingarfélag,(bull og vitleysa) Nei þetta eru hálfgerð blöff fyrirtæki því miður,og sumir lögfræðingar eru nú á bandi þeirra,því miður,það er mín reynsla af þeim,(og mun sú saga koma síðar)En ég er afar sáttur við það að þessi ökumaður skuli ekki fá tjón sitt bætt,það er ekki eðlilegt að samanlögð vegalengd sé 198,4 metrar.!!??Eins gott að saklausir urðu ekki fyrir barðinu á þessum bíll í þessari hálku, hér er smá fyndin saga úr blogginu,gefið ykkur tíma til að lesa þetta,enda er þetta frábær frásögn,og minnir mig pínulítið á tryggingar sem ekki yrðu bættar. kær kveðja. konungur þjóðveganna.
Smá gamalt Jóhannesar Grín.hahahahahahahahahhahaha.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg mörg ár.En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara,eitur og öxi(það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr mosanum) en ekkert dugði.Í júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja blettinn algjörlega með sandi.Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að kæmi í stóru fiski kari) og svo þyrfti bara að ferja sandinn í hjólbörum inn í garð og dreyfa.Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið.Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri,mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti,með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur,svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn.Hann var af stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það var alls ekkert kar,heldur var sandurinn inn í bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast,...Frábært!....sagði ég við mömmu,þetta verður auðvelt....engar fjandans hjólbörur.Þú byrjar bara?....sagði ég og fékk mér sæti við kaffi borðið.Mamma hélt í slöngunaa og kallinn hvarf inn í bíl.Fyrst í stað var þetta bara fínt,það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman.Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á,annars yrðum við í allan dag að þessu.,nú!....saggði hann ég set þá á meiri kraft....já töluvert meiri sagðði ég.Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunnarverð lyftast pinnstífa meter frá jörðu.Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!!ég henntist af stað og inn í garð,Guð minn góður,þarna var litla,sextuga móður mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekktu kústskafti og ríghélt sér í slönguna.Auðvita hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu,en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu....ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu brotlenti rétt fyrir framan mig.Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði:hva va a ske????(mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.)Hún leit út eins og litli svarti sambó....kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum.Ég missti mig alveg,ég hló svo mikið að ég var alveg óundibúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir.Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt....algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn.Þetta var ekki lengur spurnin um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast.Ekki veit ég hvað að mér var,sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun....en ég bara gat ekki hætt að hlæja og til að kóróna allt pissaði ég í mig.Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sand slöngu.Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn,sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum,stóð yfir okkur eins og fáviti(sem hann sjálfsagt er)og spurði:hvar er allur sandurinn?.....Ég var skítug,sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og velltist um af hlátri,ég leit í kringum mig....kaffiborðið var horfið og stólarnir líka,fallega Gullregnið hennar mömmu sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var,var að það var nánast enginn sandur í garðinum.Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið,minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu,aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið,en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak,á svalirnar og nærliggjandi garða.Borðið stólarnir og kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við aldrei,það var 4 mtr.á hæð og 3 mtr,í þvermál. That's all folks !!.hahahahahahhahahahahahahahaha
Fær tjón ekki bætt vegna ofsaaksturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Nýjustu færslur
- K-Listi óháðra kjósenda.Gerum gott samfélag betra í Grímsnes ...
- Lögreglan á Selfossi getur ekki sint sínu störfum vegna manne...
- Frábært og skemmtilegt að sjá,duglega ráðherra vinna góðverk ...
- Jón Gnarr,sýnir hroka og ókurteisi þýskir vinarþjóð,sem lánar...
- Hvort á ég að segja...JÁ....eða....NEI......?????????????
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
Athugasemdir
Þetta hefur verið fjör hjá ykkur.
Við hjónin og sonur okkar ókum 4 vörubíla hlössum í garðinn í hjólbörum
hjá okkur fyrir mörgum árum ég held að mosinn sé en í krampa hlátur
kasti.en mér datt ekki í hug að sandblása umhverfið í leiðinni eins og þið
ég var að ath með okkar tryggingar og leita tilboða og strax komið í 32.000kr munur
kv.Vallý
Valdís Skúladóttir, 12.10.2009 kl. 21:16
hahahahahehehehehahaha,mjög gott hjá þér,Vally mín,takk fyrir innlitið,ég mæli ekki með þessari aðferð,hahahaha,allavega verður bílstjórin að vera vakandi,en endileg að hafa tryggingar í lagi,en auðvita borga þeir ekki.!!!!
kær kveðja.konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 13.10.2009 kl. 01:19
Frábært að þú ert kominn aftur í tölvusamband Jóhannes! Ég grét af hlátri yfir lestri á sandsögunni. Meira svona, takk.
Davíð Pálsson, 13.10.2009 kl. 10:55
Takk fyrir,Davíð minn,njóttu bara,alltaf gaman að geta glatt aðra,takk fyrir innlitið.............................................kær kveðja.konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 13.10.2009 kl. 11:29
Og ég grét líka...... ...... mörgum tárum...
Óborganlega fyndið. Má ég birta þessa sögu hjá mér ? (Með tilvísun í þig að sjálfsögðu) Það er ekki svo lítils virði að geta hlegið á þessum síðustu og verstu.
Anna Einarsdóttir, 13.10.2009 kl. 16:12
Auðvita máttu það,Anna mín,og njóttu þess,þetta er gert til að gleðja aðra og mitt hlutverk er að reyna að gleðja íslendinga og hafa gaman af,takk fyrir innlitið Anna mín,...................................kær kvðja,konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 13.10.2009 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.