28.6.2009 | 15:18
Frábært hjá Hveragerði,en stórkostlegra hjá Brú til Borgar.
Frábært hjá þeim í Hveragerði,enda fallegur og skemmtilegur bær,en ég verð nú aðeins að monta mig í leiðinni,því í góðveðrinu í gær sól,logn og 22 c hita var mjög skemmtileg uppákoma í Borg í Grímsnesi,svo kallað Hátíð Hollvina Grímsness,þar sem handverksfólk sýndi framleiðslu sína athafnarmenn selja og kynna varning og starfsemi sýna,kvenfélagið var með tombólu og margt margt fleira,eins var búvélarsýning,ljósmyndasýning og fornbílasýning ásamt heiðurs minning skálds frá Efri-Brú,Tómasar Guðmundssonar skáld,svo kom að sjálfsögu forsetin okkar og frú,og hinn stórkostlegi og fallegi hundur þeirra.Svo kl.20.00 var að sjálfsögðu Sveitaball í Gömlu-Borg,Hvað var hægt að hugsa sér skemmtilegri dag í stórkostlegu veðrið,svo bauð Jósi og frú(bróðir konu minnar) í stórkostlegan grill mat með öllu,vegna hita og sólar var að sjálfsögðu borða út í garði,frábær upplifun,þó nokkuð var að fólki á tjaldstæðinu hjá okkur,svo um kl.01.30 um nóttina bauð ég ástin minn í gönguferð í blíðunni um svæði,það var rótt og hljótt,en nokkrir að spila á gítar og hafa gaman rétt fyrir svefinn,svo var ég komin heim að Hólsbraut 23 kl.02.15 og var fljótur að sofna við fuglahljóð,já ég svaf mjög vel og er Guði þakklátur að eiga svona góða nágranna og vini og upp lifa fallegt líf,varð að gefa ykkur aðeins smá gleði með mér.Takk fyrir okkur,þakka aðstandendum hátíð Hollvina Grímsness að Borg,fyrir okkur.kær kveðja. konungur þjóðveganna.
SMÁ GAMALT JÓHANNESAR GRÍN. HA HA HA HE HE HE HA.
RAUNIR FLUGFREYJUNNAR........Flugvélin lagði af stað,og flugfreyjan Jóhanna kynnti sig og fór yfir öryggisatriðin og sést síðan aftast í flugvélina.Þegar vélin er komin í loftið tekur flugstjórinn til máls býður farþega velkomna og fer yfir veður og flugtíma.Þegar því er lokið,fer hann að spjalla við aðstoðarflugmanninn,en gleymir að loka fyrir mikrafónin fram í vél.Farþegarnir heyra hann segja,sko ég set flugið á sjálfsstýringu,síðan ætla ég að skíta,og svo ríð ég Jóhönnu.Jóhanna flugfreyja stekkur af stað til að láta flugstjóran vita af þessu,og í fátinu dettur hún á gólfið á milli sætaraðanna.Gömul kona situr næst ganginum þar sem flugfreyjan dettur kylliflöt.Gamla konann horfir kímin á flugfreyjuna og segir: svona,svona,þér liggur nú ekki svona mikið á Jóhanna mín,HANN ÆTLAÐI AÐ SKÍTA FYRST. HA HA HA HA HA HA HA HE HE HA.
ÞESSI GERÐIST Á ELLIHEIMILINU GRUND FYRIR SKÖMMU: Karlkyns vistmaður ákvað að gera svolítinn usla í samkvæmislífinu á Grund og auglýsti kynlífsþjónustu á hurðinni hjá sér gegn greiðslu.Ekki leið á löngu þar til gömul vistkona bankaði hjá karli og spurði um þjónustuna.Hann sagði henni að einn á gólfinu kostaði 500 kall,einn á borðinu 1000 kall en 4000 kall ef farið væri í rúmið.Hún fór í veskið og snaraði fram 4000 kalli."Jæja,svo þú ætlar að fá einn í rúminu"sagði sá gamli."Nei, nei" sagði kella,"ég ætla að fá það 8 sinnum á gólfinu." HA HA HA HA HE HE HE HA.
FORLÖGIN Í KAFFIBOLLANUM.EFTIR SOPHIA.
ÖR.Ef örin vísar upp er svarið við spurningunni já,ef út á hlið er svarið kannski,ef hún vísar niður er svarið nei.Örvar eru algengustu myndirnar sem birtast í kaffibollum.Það hlýtur að vera vegna þess að þegar einhver ætlar að láta lesa fyrir sig þá hefur hann einhverjar spurningar í huga.Það er mjög auðvelt að greina örina,og hún hefur svipaða merkingu hvar sem hún er nema hvað varðar tímasetningu.Í botni bollans:Fortíð.Um miðbik bollans:Nútíð.Á barmi bollans:Framtíð.HA HA HA
142,2 metra blómaormur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Nýjustu færslur
- K-Listi óháðra kjósenda.Gerum gott samfélag betra í Grímsnes ...
- Lögreglan á Selfossi getur ekki sint sínu störfum vegna manne...
- Frábært og skemmtilegt að sjá,duglega ráðherra vinna góðverk ...
- Jón Gnarr,sýnir hroka og ókurteisi þýskir vinarþjóð,sem lánar...
- Hvort á ég að segja...JÁ....eða....NEI......?????????????
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilegar myndir flott hjá þér að taka myndir svona út um allt og leifa okkur að njóta.
Það hefur verið flott hjá ykkur á Grímsævintýri, allt er best sem gerist úti á landi og heimafólk sér um.
Kær kveðja til ykkar beggja.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 20:04
Takk innilega Milla mín,ég sé nú að það hefur verið nóg um að vera hjá ykkur Gísla líka,já þetta var góð helgi.kær kveðja frá okkur til ykkar.
Jóhannes Guðnason, 28.6.2009 kl. 20:10
Það er nefnilega svo Jóhannes að við höfum það bara fjandi gott og ekki skemmdi það helgina að Framararnir unnu leik, sem gerist alltof sjaldan.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.6.2009 kl. 23:24
Rétt er það Högni minn,þetta var mjög góð helgi hjá okkur,og góðu fréttirnar voru nú þær,að Framliðið var að átta sig á því,til hvess mörkin væru,þeir héldu fyrst að þetta væri skattreitur fyrir ríkistjórnina,að það ætti að henda smá aurum inn í netamörkina til að styrkja heimilin,en svo sáu þeir engan árangur,svo þeir ætla að reyna að skjóta þessari ESB-ríkisstjórn frá og með það í huga,uppskáru þeir tvö mörk,já nokkuð gott hjá þeim,en við gerum að sjálfsögu mun meiri kröfur um árangur ekki satt,en vonandi get ég átt tvö lið á næsta ári í fyrstu deild,Fram og Selfoss,ekki satt.takk fyrir innlitið vinur.
Jóhannes Guðnason, 29.6.2009 kl. 00:08
Góðir eruð þið strákar, en ég ætla bara að halda með Reynir Sandgerði og Völsungi Hahaha, hehehe
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 12:25
HA HA HA,nokkuð gott hjá þér Milla mín,til hamingju með þín lið,það væri nú gott að fá ný lið upp í fyrstudeild,þetta er eins með boltann og ríkisstjórnina,alltaf gott og hollt að breyta til,ekki satt,takk fyrir innlitið.
Jóhannes Guðnason, 29.6.2009 kl. 12:31
Þau hafa nú verið í fyrstu deild þessi lið þó langt sé síðan og ég bjó í Sandgerði í 27 ár og bý núna á Húsavík svo þú sérð ég verð að halda með þeim, en annars finnst mér handboltinn skemmtilegri.
Knús í daginn til ykkar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 12:44
Ég tek undir það það mætti alveg endurnýja enda fylgist ég alltaf með hvaða lið koma upp og hvernig þeim gengur og eins finnst mér bara gaman af því þegar landsbyggðaliðin og neðrideildaliðin stríða úrvalsdeildarliðum í bikarkeppninni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2009 kl. 13:01
Já Högni það er gaman að því, ég man bara ríginn á milli Kef og Reynir.
Segja ykkur eina sanna: ,, Þeir voru einhverju sinni að spila Körfu í Sandgerði það var á fyrsta ári Reynir í körfunni, þeir unnu, Kef urðu brjálaðir, ég var að vinna í húsinu og var uppi á pöllum, áhorfendur tóku ruslaföturnar, sem voru stórar og hvolfdu úr þeim á gólfið, ég fór að hlæja þá kom einn og hrækti á gólfið fyrir framan mig." Þvílíkur dónaskapur, maður á að hafa gaman af Íþróttum.
Svona er þetta bara.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 15:11
Þakka þér góð orð um velheppnaða dagskrá Hollvina Grímsness, BRÚ TIL BORGAR, sem haldin var um síðustu helgi.
Býrðu ekki í Grímsnesinu?
Grímsævintýrið er allt annað ævintýri og haldið aðra helgina af ágúst af Kvenfélagi Grímsness.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:58
Takk fyrir leiðréttinguna Guðmundur minn,að sjálfsögðu er þetta Hátíð Hollvina Grímsness,og við þökkum fyrir okkur,þetta var frábært og veður guðirnir voru líka með okkur,jú jú ég bý á Borg,er reyndar ekki búinn að vera lengi hér,en kann rosalega vel við mig í kyrrðinni og vakna við fuglasöngvin,þetta er dýrlegt svo er svo gott fólk hér og yndislegt að vera,enda gull fallegt hér og stutt í allar áttir.Takk fyrir.
Jóhannes Guðnason, 29.6.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.