SMÁ MÁNUDAGSHÚMOR - FORSTJÓRINN RAK EINKARITARANN.

Maður útskýrir fyrir vini sínum hvers vegna hann rak einkaritara sinn...."Fyrir tveimur vikum síðan"sagði hann"átti ég 45 ára afmæli og mér leið nú ekkert stórkostlega þann morgun hvort sem var.Ég mætti í morgunmatinn vitandi að eiginkonan mundi nú vera elskuleg og óska mér til hamingju með daginn - nú og jafnvel fengi ég afmælisgjöf frá henni.En bíðum nú við - hún sagði ekki svo mikið sem góðan daginn hvað þá heldur - til hamingju með afmælið. Nú hvað um það - svona eru nú eiginkonur - hugsaði ég.Börnin muna örugglega eftir þessu.Nú börnin komu og sögðu ekki orð.Þegar ég mætti á skrifstofuna var ég satt að segja bæði niðurdreginn og óánægður(kjarklaus).Þegar ég gekk inná skrifstofuna mína sagði Ingibjörg,einkaritarinn minn,um leið - góðan daginn forstjóri og til hamingju með daginn.Mér leið strax betur,einhver hafði þó munað eftir mér.Ég vann fram að hádegi - þá er barið að dyrum og Ingibjörg segir.Sjáðu til,það er svo yndislegur dagur í dag og þar að auki afmælið þitt.Eigum við ekki að borða saman í hádeginu,bara tvö saman.Ég sagði,þú segir nokkuð,þetta er það besta sem ég hef heyrt í dag,drífum okkur.Við fórum í hádegisverð....ekki þangað sem við förum venjulega,heldur upp í sveit á lítinn notalegan stað.Við fengum okkur tvo Martini og nutum matarins til hins ýtrasta.Á leiðinni til baka á skrifstofuna sagði hún - sjáðu til þetta er svo dýrðlegur dagur,þurfum við nokkuð að fara aftur á skrifstofuna.Ég svaraði,ætli það nokkuð.Hún sagði - förum í íbúðina mína,ég blanda fyrir þig annan Martini.Við fórum í íbúðina hennar.Við fengum okkur annan Martini og reyktum sígarettu og hún sagði - Forstjóri ef þér er sama ætla ég að skreppa inn í svefnherbergi og fara í eitthvað þægilegra.Ég samþykkti það fúslega og þótti ekki verra.Hún fór inn í svefnherbergi og eftir ca.6 mínútur kom hún þaðan út berandi risastóra afmælistertu en á eftir henni birtist konan mín og börnin - öll syngjandi - hann á afmæli í dag.  Og þarna sat ég í nákvæmlega engu nema sokkunum mínum.  HA HA HA HE HE HE HA LoL

EINN MÁNUÐ FRAM YFIR. Cool  Smá Jóhannesar grín.LoL

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja:Ástin mín ég er kominn einn mánuð fram yfir.Ég er viss um að nú er ég ófrísk,heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þessu þangað til. Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið,þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning.Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann:"Þú ert kominn mánuð fram yfir"."Hvernig í ósköpunum veist þú það?"Spurði unga frúin."Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar"var svarið."Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun"sagði unga frúin og skellti hurðinni. Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir."Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött.Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur,þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir,hvern andskotann að það kemur ykkur við?"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál,borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð."Borga ykkur er ekki í lagi,nú ef ég hafna því hvað þá?"Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi."Og hvað á þá konan mín þá að gera?"Nú hún verður þá bara að nota kerti."Svaraði Alfreð. HA HA HA HE HE HE HA. Tounge

Forlögin í kaffibollanum eftir Sophia.Smile

Stjarna.           Tákn um velgengni og vonir og drauma sem rætast.

Þetta er fallegt tákn fyrir þau draumlyndu meðal okkar.Ef það birtist í botni bollans merkir það að óskir,sem þú hefur borið í brjósti,séu að rætast.Ef það birtist um miðbik bollans merkir það að þú ættir að óska þér einhvers - góðar líkur eru til að óskin rætist.Ef það birtist á barmi bollans geturðu teygt þig eftir stjörnunum - brátt mun draumur þinn rætast. HA HA HA HE HE HE HA. LoL

Dagurinn í dag gefur frábært tækifæri til að lifa í núinu,til að vera hamingjusöm og sátt með lífið eins og það er núna.Raunveruleg hamingja kemur innan frá,og hefur ekkert að gera með umhverfið okkar.Hættum að hengja líðan okkar á annað fólk,kringumstæður,fjármálin okkar eða samfélagið sem við búum í.Við höfum valið um að lifa í gleðinni og hamingjunni á hverjum degi.Megir þú eiga frábæran dag í dag. HA HA HA HE.njóttu þess.Cool

Nú fái þið langt frí,er að fara á vakt,næsta blogg verður mánudagin 01.06.09 (heppin þið HA HA HA HE HA.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason \ Fyrrverandi Fóðurbílstjóri.Konungur Þjóðvegana í dag.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband