EF ÞÚ ERT FÆDDUR FYRIR 1990 ER ÓHUGSANDI AÐ ÞÚ SÉRT Á LÍFI.????

Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ætti að vera dáið!!!(eða vorum við bara heppin??)Já,samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5,6.7 og 8.áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? jú,barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum,hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.Við borðuðum brauð með smjöri,drukkum gos með sykri,en fæst okkar lentu í offituvandamálum,því við vorum alltaf úti að leika.Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkkur létist.Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna,bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum.Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat.Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.Engir farsímar.Ha,engir farsímar?Óhugsandi!Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!Við áttum ekki playstation,Nítento 64,X-box,enga tölvuleiki,ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu,ekki vído,ekki gervihnattasjónvarp,ekki heimabíó,farsíma,heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.Við eignuðumst vini!Við fórum bara út og fundum þá.Við duttum í skurði,skárum okkur,fótbrotnuðum,brutum tennur,en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp.Þetta voru jú óhöpp.Það var ekki hægt að kenna neinum um?nema okkur sjálfum.Manstu eftir óhappi?Við slógumst,urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.Við lékum okkur í nýbyggingum,fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla.Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum.!Við hjóluðum eða gengum hvert til annars,bönkuðum á dyrnar,gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.Við lékum okkur úti eftir kvöldmat,fórum í fallin spýta,eina krónu,eltingaleik eða feluleik,svo ekki sé minnst á löggu og bófa.Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur,við stjórnuðum okkur sjálf.Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir,þeir lentu í tossabekk.Hræðilegt.....En þeir lifðu af.Enginn vissi hvað Rítalín var og engin bruddi pillur sem barn.Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K,sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.Morgunkornið okkar var m.a TRIX morgunkorn,og við lifðum af litarefnið í því...OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda.Við áttum frelsi,sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman.Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé okkur sjálfum fyrir bestu?.Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu og góð að leysa vandamál!Tounge

Otur. Glettin og glaðlynd sál sem getur notið þess að vera alein með sjálfri sér eða í vinahópi.Ef otur birtist í botni bollans sýnir það að þú ert manneskja sem fólk sækist eftir að bjóða í veislur.Ef hann birtist um miðbik bollans sýnir það að þú ert áhyggjulaus,hamingjusöm manneskja í eðli þínu,skemmtileg,hlýleg manngerð.Ef hann sést á barmi bollans táknar það að því meira sem þú lætur laus,þeim mun betra er líf þitt.LoL

Smá Jóhannesar Grín. HA HA HA HE HE HE HA.Grin

Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að stjórinn myndi ekki taka það í mál.Þá datt mér í hug að hugsaanlega myndi hann leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður.Svo að ég brá á það ráð að hanga öfugur í loftinu og gefa frá mér furðuleg hljóð.Samstarfskona mín - sem er ljóska - spurði mig hvað ég væri að gera.Ég sagði henni að ég ætlaði að þykjast vera ljósapera svo að stjóri héldi að ég væri kexruglaður og gæfi mér nokkurra dag leyfi.Skömmu síðar birtist stjóri á skrifstofunni og sagði við mig:" Drottinn minn,hvað ertu að gera?" Ég sagði honum að ég væri ljósapera.Hann sagði:" Þú ert yfir þig stressaður,það fer ekki á milli mála.Farðu heim og vertu þar í nokkra daga og reyndu að ná þér." Ég stökk niður og gekk út úr skrifstofunni, Þegar samstarfskonan mín (ljóskan) elti mig,spurði stjóri hana hvert hún væri eiginlega að fara.Hún sagði:" Ég er líka farin heim.Þú getur hreinlega ekki ætlast til þess af mér,að ég vinni í þessu myrkri !!".HA HA HA HE HE HE HA.Whistling Cool

Bíll.    Ef bíllinn hefur sterkar útlínur merkir hann ferðalag,en ef línurnar eru brotnar eða óljósar merkir hann vandræði eru framundan.Afi bætti þessu tákni við þegar dagar hesta og hestvagna voru liðnir.Aðgættu hvort myndin er vel eða illa formuð.Í botni bollans: Vel lagaður bíll sýnir langa ferð.Illa formaður bíll merkir að þú þurfir að fá þér nýjan bíl.Um miðbik bollans:Skemmtiferð ef bíllinn er vel lagaður,annars merkir hann vandamál,svo þú skalt athuga bílinn þinn áður en þú leggur af stað.Á barmi bollans:Löng ferð er fram undan ef bílinn er vel lagaður,annars getur hann táknað dýrar viðgerðir í náinni framtíð.(spáð í kaffikorg,eftirSophia.) HA HA HA HE.Tounge

Er að fara á vakt,næsta blogg, verður laugadaginn 23.05.09.(þið heppin,HA HA HA HE HE HE HA.Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hafdís Bjarnadóttir

Þetta er nokkuð gott hjá þér Jóhannes , ég er fædd 1963 og ég segi þér alveg satt "ég er lifandi" .

Guðrún Hafdís Bjarnadóttir, 16.5.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE HE HE HA,Ó hvað ég er ánægur Guðrún mín, Ég vissi það að einhverjir væru lifandi,HA HA HA,gaman að heyra frá þér,njóttu lífsins Guðrún Hafdís í botn.kær kveðja.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sæll Jóhannes ...ef mig minnir þá held ég að mín elskulega Mamma hafi þekkt þig fyrir mörgum árum...en hún hét Kristín Linnet ?

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir Linda Linnet,þú áttir inndisklega móður,blessuð sé minning hennarOg Guð verði með ykkur. kær kveðja.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir,Steinunn Rósa,maður verður að hafa gaman af lífinu,ekki satt,HA HA HA,gaman að heyra þetta.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 21:14

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gott grín hjá þér Jóhannes minn og alltaf ánægjulegt að vita hversu jákvæður og glaðlyndur maður þú ert. Sannkallaður gleðigjafi á þessum erfiðu tímum.

Ég fæddist langt fyrir 1990 og er enn á lífi. Lengi lifir í gömlum glæðum má segja

Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 01:22

7 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir,Hilmar minn,svakalega er ég ánægur yfir því hvað þú ert sprækur í dag,HA HA HA,þetta sannar kenninguna,HA HA HA HE HA.

Jóhannes Guðnason, 18.5.2009 kl. 04:38

8 identicon

já pabbi minn þetta er allveg sat hjá þér. bara ótrúlegt að maður se en á lífi :O)

en það er alltaf gaman að lesa blogið þitt :O)

Hrafnhildur Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 22:48

9 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir elsku dóttir, það var gott að heyra að þú væri á lífi,HA HA HA HE,enda vandaði ég mig mjög mikið,HA HA HA,(betri lýsingu færðu,þegar þú kemur næst í gistingu,HA HA HA)Bið innilega að heils öllum,kistu börnin frá mér. 

Jóhannes Guðnason, 19.5.2009 kl. 20:16

10 identicon

Mikið svakalega er þetta satt og rétt, verið að gera börn í dag að vesalingum sem ekkert geta eða meiga, er ´79 árg og man hvað maður var frjáls sem barn, alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér

Davíð Snær Guttormsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:47

11 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir Davíð minn,gott ef einhverjir hafa aðeins gaman af þessu,lífið getur verið mjög erfitt,þá er alltaf gott að hafa smá húmor,ekki satt,HA HA HA HE HE HE HA.

Jóhannes Guðnason, 21.5.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Meiri háttar Valdís mín,til hamingju vina,svona er lífið,HA HA HA HE HA.

Jóhannes Guðnason, 21.5.2009 kl. 21:40

13 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Jóhannes slorríkur calling,,, í guðanna bænum haltu áfram að hringja í Simma og Jóa á laugardagsmorgnum....

Það einfaldlega bjargar deginum að heyra steypuna sem veltur upp úr þér.....

Flott síða.... You Will Never Walk Alone... 

Hallgrímur Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 23:31

14 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir Hallgrímur minn,mun reyna að verða við ósk þinn,HA HA HA,HE,ekki hægt að skemma daginn fyrir þér kallin minn,HA HA HA HE,

Jóhannes Guðnason, 23.5.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason \ Fyrrverandi Fóðurbílstjóri.Konungur Þjóðvegana í dag.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband