Ég bið um blessun og orku frá öllum bloggvinum,því ég þarf þess.

Því miður er ég ekki í stuði að blogga núna,en þar sem ég lofaði því,þá sendi ég smá Jóhannesar-grín,en ekkert málefni og vonandi fyrirgefi þér mér það,en þar sem ég fékk mjög slæmar fréttir í dag,þá er hláturpungurinn minn, ekki í stuði,en svona getur lífið verið,en því miður fékk ég mjög slæmar fréttir, sem slógu mig útaf laginu í dag,já það eru hreint út sagt sorglegar fréttir,ég er nú frekar hress og hláturmildur,en eftir þessar fréttir, langar mig mest til að gráta og öskra í leiðinni,en maður verður að taka á sínum stóra og reyna að vera sterkur,og láta sem ekkert sé,þótt það sé erfitt,ég er mjög ástfangin maður í dag,ég kynnist yndislegri konu fyrir norðan ári 1998,þetta er kona sem ég virði,þrái og elska út af lífinu,(þótt ég sé með alla mína galla,þá hef ég ekki en beðið hennar) En kannski á ég eftir að gera það,hver veit,en í dag varð ég var við að lífið er ekki endalaust,ekki grín og glens allt lífið,nei lífið mitt eigilega hrundi bara,en það er ekki búið lífið og kannski er þetta ekki eins slæmt og það lítur út fyrir,en það ætti að koma í ljós í lok vikunnar,þessar slæmu fréttir voru þær,að konan sem ég elska og þrái (en hef ekki beðið en,bíð alltaf eftir rétta augnablikinu til þess) er búinn að vera í miklum rannsóknum síðustu viku,en nú er ljóst að hún er með krabbamein í báðum lungum,en hvort það er góðkynja eða illakynja kemur í ljós í vikulok,þetta er ástæðan fyrir því að ég er ekki í bloggstuði í dag,veit ekki um framhaldið,en maður verður að reyna að rífa sig upp úr þeim hugsunum sem um mans heila fer í dag,allavega ekki að gefast upp,ég vona að þið bloggfélagar mínir,gefi konunni sem ég elska mikla orku,hún er hörð og lætur sem ekkert sé,hún er ótrúlega sterk og jákvæð,ég ætla að reyna það líka og bið ykkur um jákvæða strauma,ég elska ykkur öll,en mest elska ég við komandi konu,heyrumst kannski fljótlega.HeartInLove

Smá Jóhannesar-grín.

Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum.Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu.Hann bætti svo við að hann myndi fara ýtarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,, En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf,kennari??" Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann.Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn," leit kennarinn á gæjann og sagði:" Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni." HA HA HA HE HE HE HA.LoL Whistling Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jói minn

Sendi þér allar mínar bestu bænir

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk Gunni minn,gaman að heyra frá ykkur,bið að heilsa öllu.

Jóhannes Guðnason, 4.5.2009 kl. 23:29

3 identicon

elsku pabbi minn ég sendi ykkur alla mína góðu strauma mér þykkir óendalega vænt um ykkur

kv þín Dóttir

Hrafnhildur

Hrafnhildur Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir góðar kveðjur Sigurjón minn,ekki veitir manni af kallin minn,bið að heilsa norður.

Takk fyrir elsku Hrafnhildur mín,og takk fyrir allan þann stuðning og hlýhug frá þér elskan mín,guð verði með ykkur.

Jóhannes Guðnason, 5.5.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Stefán Stefánsson

Sæll Jóhannes minn.

Það er alltaf mikið sjokk að fá svona fréttir og setur fólk óneitanlega út af laginu um stund.
Ég vil því senda ykkur mínar bestu kveðjur og óskir um allt fari á besta veg.

Það er alltaf gaman að heyra í þér í útvarpinu..... hláturinn lengir lífið..

Stefán Stefánsson, 5.5.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir góðan stuðning og falleg skilaboð Stefán minn,guð verði með þér.

Jóhannes Guðnason, 5.5.2009 kl. 22:55

7 identicon

Þessi sögusögn af nornunum fyrir vestan er ólogin. Það var kallað til mín, ég fletti upp skrýtnu samtali á netinu og hlustaði á Jóhannes hlæja. Og hér er ég.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 05:34

8 identicon

Besti brandari sem ég hef heyrt nýlega:

Gömul hjón eru í mat hjá kunningja fólki sínu. Eftir matinn fara konurnar inn í eldhús að spjalla en karlarnir sitja áfram í stofunni.
"Við fórum á frábæran veitingastað í gærkvöld sem þið verðið að prófa," segir annar þeirra allt í einu.
"Og hvað heitir hann?" spyr hinn.
Hann verður hugsi smá stund og getur bara ekki munað nafnið á veitingastaðnum. Loks segir hann: "Æj, hvað heita aftur blómin þarna..."
"Túlipanar?" spyr hinn.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 06:25

9 identicon

"Nei," segir hann, "maður gefur þau oft þeim sem maður elskar."
"Rósir?"
"Hmmm," hugsar hann, "nei, ekki það. Er ekki eitthvað annað blóm sem maður gefur stundum þeim sem maður elskar?"
"Jú," segir hinn, "Liljur".
"Akkúrat, það var það. Takk," segir hann og snýr sér í átt að eldhúsinu: "Lilja mín, hvað hét aftur veitingastaðurinn sem við fórum á í gær?

Kristbjörg (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 06:27

10 identicon

Ég þekki ykkur tvö ekkert. Bara ástina. Hvaða stefnu á dagurinn að taka?

Kristbjörg (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 06:38

11 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir gott innlegg,Kristbjörg,mjög góður brandari hjá þér,hvaða stefnu dagurinn tekur,lætur maður ráðast.

Jóhannes Guðnason, 6.5.2009 kl. 12:53

12 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Stuðningskveðja, þetta er mjög leitt að heyra. Mundu bara að hláturinn lengir lífið, sá sem sagði það fyrst hefur sennilega sagt það vegna þess að hann þurfti á því að halda. Og það er svo sannarlega satt.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.5.2009 kl. 21:36

13 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir,Margrét Birna,gott að fá svolítinn stuning eftir þessar fréttir,

Jóhannes Guðnason, 6.5.2009 kl. 21:42

14 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég sendi konunni bataóskir og vona að allt fari vel hjá ykkur.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 14:50

15 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir Hilmar minn,já það skeður ennþá kraftaverk í dag,allt um það hér fyrir ofan,takk fyrir.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason \ Fyrrverandi Fóðurbílstjóri.Konungur Þjóðvegana í dag.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 61105

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband