Jákvæð vika,skemmtileg vinna,Bylgjuvikan jákvæða

Fimmtudaginn 05.03"09 Var ég sendur með olíu vestur í Búðardal svo yfir Laxárdal vestur í Hólmavík(mjög fallegur staður) í ágætisveðri þó nokkur snjór var á Hólmavík og skóf aðeins þar,þegar ég var búinn að losa(olíu) í Hólmavík,skyldi  ég vagninn eftir á Hólmavík um kl.17.00 til að skjótast með olíu í Tröllatungu,þá tók veturinn við,þegar ég kom á afleggjara að Tröllatungu,var nokkuð hvasst og skóf mjög mikið,mjög hált var á þessum vegi,þegar nær bænum kom lendi ég í mjög löngum skafl,en því miður komst ég ekki yfir hann allan,Trukkurinn sat kyrfilega fastur um kl.17.30 snjórinn var mjög þéttur,ég fór út til að moka og moka og moka og reyna að setja keðju á,eftir tvo og hálfan tíma var ég en fastur og búinn að moka og moka en snjórinn hélt þessum 20.000 kg Trukki á lofti svo þéttur var snjórinn,en hvessti og snjóaði,ég var smá smeykur um að missa Trukkinn út á kantbrúna,en þar var hátt niður og ef það gerðist,mundi Trukkurinn velta,ég hrindi í bóndann,húsfreyjan var fyrir svörum,hún tjáði mér að bóndinn kæmi heim milli kl.21.00 og 21.30 hún bauðst til að ná í mig og gefa mér að borða,ég vildi reyna að losa mig þangað til bóndinn hennar kæmi heim,þegar bóndinn kom,var ég búinn að moka og moka spóla og spóla í þrjá og hálfan tíma,ég var mjög sveittur og þreyttur,en í góðu skapi,bóndinn tjáði mér,að þegar hann hefði sé vagninn minn á Hólmavík hefði honum dottið í hug,að nú væri olíubílinn fastur á Tröllatunguvegina,sem reyndist rétt,við náðum í teygjuspotta og gátum losað bílinn,bóndinn sendi mig í kaffi og kökur,á meðan hann mokaði veginn,ég settist svo glaður og ánægður með heitt kaffi og meðlæti í góðu yfirlæti(og hvað þetta var gott) Þetta tafði mig um fjóra tíma,þegar ég kom aftur á Hólmavík til að taka vagninn var búið að loka sjoppunni,ég var að spá hvort ég ætti að gista á Hólmavík,en hætti við það,ég var smeykur að sitja fastur þar,ef veðrið myndi versna,svo ég rauk á stað þegar ég kem að Ennishálsi,var þó nokkur skafrenningur,svo ég setti eina keðju á áður en ég fór upp brekkurnar til öryggis,þegar ég kem að Staðarskála um kl.01.00 er ég svo heppin að kokkur er að fara upp í gistiheimili sem Staðarskáli rekur,svo ég fékk gistingu hjá þeim.(ég hélt að ég hafði sofna áður en mér tókst að hátta mig.ha ha ha) Svo kom ég til Reykjavíkur um kl.15.00 og var þá sendur í skemmtilega ferð á svæði sem ég hef ekki komið á áður,austur að Hrauneyjum,en þeir áttu von á 100 stórum og breyttum jeppum,og ekki til nó olía fyrir þá.Ég hef aldrei komið á þetta svæði,svo ég var smá spenntur,Ó GUÐ HVAÐ ÞETTA ER FALLEGT LANDSVÆÐI já íslendingar eiga fallegt land,ég ók á þurru allaleið að Árnesi,en þá tók við fljúgandi hálka (enda fóru þrír jeppar útaf á þessar leið um sama leiti og ég var þarna) MAÐUR ÓK Á 20 TIL 50 KM HRAÐA að virkjunin,það var svo hált að þegar maður mætti bíll varð maður bara að stoppa á meðan bíllin sem á móti kom dólaði sér framhjá,þegar ég kem að fyrstu virkjunin sá ég hrekkjótta brekku upp á fjallið ég þekkti ekki þetta svæði og vissi ekkert hverinn var þarna uppfrá,svo ég setti til öryggis keðjum á (hefði ekki þurft þess) því þegar upp var komið var allt autt Ótrúðlegt,en svakalega er fallegt að horfa þarna yfir virkjunar og landið,þegar ég kom að Hrauneyjum,sá ég fullt af stórum og breyttum jeppum mjög fallegum(hélt að það væri bílasýning þarna ha ha ha) já þetta er fallegt svæði,þegar ég kom seint heim eftir tveggja daga túr sagði ég elskunni minni,nú hef ég fundið nýjan og fallegan stað til að sýna henni. Þessi vinnusaga er sögð vegna þess að Bylgjan er með jákvæða viku þá kem ég með jákvæða og skemmtilega vinnusögu.                                                                                                                                                     Virðingarfyllst.                                                                                                                                                 Jóhannes Guðnason.

Eiginkonan kom með manninum sínum til læknis.Eftir að hann hafði farið í rannsókn þá kallaði læknirinn konuna inn til sín og sagði við hana:Maðurinn þinn þjáist af mjög slæmum sjúkdóm og skelfilegum stressi.Ef þú gerir ekki eftirfarandi þá mun maðurinn þinn deyjaÁ hverjum morgni,býrðu til hollan og góðan morgunnmat fyrir hann.Vertu góð við hann og vertu viss um að hann sé í góðu skapi.Í hádegismat útbúðu þá fyrir hann orkumikinn mat.Í kvöldmat útbúðu þá fyrir hann ljúffenga máltíð.Ekki gera honum lífið leitt með að láta hann vinna heimilaverk eftir erfiðan dag.Ekki ræða þín vandamál við hann,það mun eingöngu auka við stressið hjá honum.En mikilvægast af öllu er að þú verður að njóta ástar með manninum .þínum oft í viku og að fullnægja öllum þörfum hans.Ef þú gerir þetta í næstu 10-12 mánuði þá er ég viss um að hann ná sér fullkomlega.Á leiðinni heim þá spurði maðurinn konuna:hvað sagði læknirinn svo.? Þú ert dauðvona,"svaraði hún um hæl.HA HA HA HA heheheheheheh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason
Jóhannes Guðnason \ Fyrrverandi Fóðurbílstjóri.Konungur Þjóðvegana í dag.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband